Hamingja

Ég ligg hérna andvaka og ég þarf að vakna eftir rúma 4 tíma, ég held reyndar að það sé eðlilegt að sofa illa fyrir fyrsta vinnudaginn sinn í nýju starfi, sérstaklega í þessu starfi þar sem maður reddar sér ekkert ef maður sefur óvart yfir sig. En ég er búin að biðja lobby:ið um að vekja mig þannig að ég ætti að geta verið áhyggjulaus hvað það varðar, en ég er samt svo spennt! Ég er búin að hita mér te og vonandi næ ég mér niður fljótlega. Ég keypti mér áhugaverða bók á flugvellinum heima, Meiri Hamingja heitir hún og er skrifuð af Tal Ben-Shahar sálfræðingi. Bókin fjallar um s.k. jákvæða sálfræði og ýmsar æfingar sem við getum gert til að auka hamingju okkar, því lífið snýst jú um það eitt- að vera hamingjusamur. Þetta er mjög áhugavert efni og t.d. þá sýna rannsóknir að fólk í dag er töluvert óhamingjusamara en á síðustu öld þegar fátækt og örbirgð var ríkjandi, þetta sannar að það er ekkert samasem merki á milli velmegunar og hamingju, núll. Bókin snýst að miklu leyti um það að koma okkur í skilning um það að við verðum að læra að vera hamingjusöm í núinu og njóta þess ferðalags sem lífið er, ekki vera stöðugt að vinna að einhverju takmarki og hugsa að þegar því er náð þá komi hamingjan og vellíðanin. Þetta er algengt meðal námsmanna sem hugsa að þegar námið er búið þá verði maður hamingjusamur og þegar maður fær vinnuna sem manni hefur dreymt um þá sé takmarkinu náð og þá sé hægt að leyfa sér að njóta hamingjunnar, þetta er mikill misskilningur, því ef við hugsum svona þá erum við sífellt að setja okkur fleiri og fleiri takmörk og hindranir sem við þurfum að yfirstíga og við verðum aldrei almennilega fullnægð. Við erum að lífa lífinu NÚNA, það er Í DAG sem við eigum að vinna að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, ef okkur finnst ekki gaman að gera það sem við gerum, þá eigum við að finna okkur eitthvað annað að gera í lífinu. Ég er rétt svo byrjuð á þessari bók, en þetta er bók sem maður skoðar aftur og aftur og tileinkar sér þær æfingar sem eru í henni. Það er ekki nóg að lesa hana og hviss búmm hamingjan kemur til þín á silfurfati, ég hlakka til að klára að lesa bókina og klára æfingarnar smám saman. Fyrsta æfingin sem ég ætla að byrja á að gera, er að skrifa niður fimm atriði hvert kvöld sem ég er þakklát fyrir, hvaða fimm atriði gerðust í dag sem ég get verið þakklát fyrir? Það þarf ekki að vera eitthvað ótrúlega merkilegt, hjá mér er eitt þeirra atriða sem ég var þakklát fyrir í dag það að ég fann ekki fyrir neinum óreglulegum hjartslætti sem hefur truflað mig undanfarið (ekkert hættulegt, óþarfi að hafa áhyggjur) en það að ég hafi ekki fundið fyrir honum það vekur hjá mér þakklæti.

Jæja þá ætla ég að reyna í annað skipti að sofna, langur dagur á morgun. Góðanótt xx

Svenni minn verður þrítugur næsta laugardag en við ákváðum að ég myndi gefa honum afmælisgjöfina á meðan ég var ennþá heima.
Advertisements

3 thoughts on “Hamingja

  1. vá hvað ég verð að fara að temja mér þennan hugsunarhátt… þetta er svo alveg rétt – maður er alltaf að setja sér einhver markmið og hindranir!

    EN HVAÐ VAR Í GJÖFINNI!? ég er mega spennt 🙂

  2. Svenni minn mikið er ég glöð með það ;*

    Já segðu Dagný, maður er í ruglinu með þetta! En það var iPod touch 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s