Heima við

Það er ekki mikið að segja og blogga um þegar maður hangir heima að læra fyrir próf. Ég nota tækifærið og geng um í leggings og joggingpeysu, ómáluð og með óþvegið hárið – draumur hvers karlmanns. Ég er búin að fá vaktaplanið mitt fyrir júní og mér líst mjög vel á þetta allt saman, kem til með að gista tvisvar í Oslo og það verður gaman að koma þangað, hef ekki komið þangað síðan ég var lítil og man ekkert eftir staðnum. Annars er ég mest að fljúga til Chania á Krít eða Tyrklands. Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að fá að byrja að vinna! Búin að eyða óheyrilegum tíma í að “Facebooka” nöfn þeirra sem eru með mér á flugum, haha…eðlileg? Hendi inn þeim fáu myndum sem ég hef tekið s.l. daga.

Eva var í pössun hjá mér á miðvikudaginn. Hún er mikill lestrarhestur

Ég bakaði þessar súkkulaðimöffins fyrir stelpurnar sem komu til mín um kvöldið, helmingurinn fór svo yfir til tengdó og allt of mikið ofan í minn maga. Þessar vinkonur mínar voru aðeins of settlegar í átinu og skildu allt of mikið eftir handa mér!

Möffins, hvítlauksbrauðbollur, camembert og sultur…

Ástríður unsencored- ég legg ekki meira á ykkur kæru vinir..

Þar til næst!

4 thoughts on “Heima við

  1. Unnur Tara says:

    æjh hvað hún er mikil dúlla! Hún er búin að þroskast allt of mikið síðan ég sá hana síðast! 🙂

  2. Arna Þorsteins says:

    mmm NAMM girnilegar muffins!! Ert svo myndarleg húsmóðir 😉 :*

  3. Elsa says:

    þetta er svo of fallegt barn og svo verður hún klárlega of klár þessi elska

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s