Sænskir kanelsnúðar

Ég bakaði þessa á sunnudaginn, þeir taka svolítið langan tíma en alveg þess virði. Hér er uppskriftin:
Deig
150 gr. smjörlíki
5 dl. mjólk
50 gr. þurrger
1/2 tsk salt
1-1 og 1/2 dl. sykur
2 tsk. kardemommudropar
800 gr. hveiti

Fylling
200 gr. smjörlíki 
2 dl. sykur
4 tsk. kanil.

Öllum þurrefnum hellt í skál. Smjörlíki, mjólk og kardemommudropar brætt saman í potti og kælt niður í 37°c og hellt saman við þurrefnin. Þetta er svo hnoðað saman og látið hefast í 45 mín. Seinna er deiginu skipt í tvo hluta flatt út og fyllingin smurð ofan á og búnar til rúllur. Skerið rúllurnar og raðið snúðunum í bökunarform. Látið hefast í 30-40 mín. Síðan er eggi penslað á snúðana og þeir bakaðir í 10-12 mín á 250°c. Passið að fylgjast mjög vel með snúðunum, þeir eru fljótir að brenna ef þeir gleymast augnablik.

Advertisements

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s