Halló?

Hvar eruð þið? Það heyrist ekki múkk frá ykkur…
Allavega, ég er búin að eiga algjöran OFF dag, fer í próf í næstu viku og ég á svo erfitt með að einbeita mér að það er ekki fyndið. Ég sit og stari á skjáinn, les sömu statusana á Facebook, skoða mailið mitt í 25. skipti og geri óraunhæfar fjárhagsáætlanir sem rúma innkaup frá stórvini mínum LV. Mér finnst ég geta sofið og borðað endalaust, ég borða og borða og borða og ég er búin að fá mér ís s.l. tvö kvöld, ég verð feit flugfreyja með þessu áframhaldi – væri smart að nota gúmmíteygju til að ná saman buxunum sem ég verð að fljúga í, þær voru nógu þröngar til að byrja með. Ég er samt að spá í að borða það sem ég vil þangað til 22. maí, ég nenni ekki að vera í einhverri helvítis megrun ef heimurinn ferst svo þann 21. maí eins og auglýst er, þvílíkt tilgangslaust þá að vera að neita sér um eitthvað. Ég var líka að spá í að sleppa því að læra  þangað til mögulegur dómsdagur er liðinn, en ég er ekki alveg svo mikill dare devil. Á morgun er ég að passa Evu litlu, er það ekki annars Elsa? Það verður stuuuuð, alltaf gaman að fara í mömmó, ætli ég rölti ekki á Súfistann og taki langan göngutúr um Hafnarfjörðinn… já það er gott plan.

Ég tók svo mikið af frábærum myndum af Evu um daginn, ég get skoðað þær aftur og aftur, yndislega barn.
Advertisements

One thought on “Halló?

  1. bú á megrun, vei á heilbrigða skynsemi! 🙂

    sjensinn að þú verðir feit fluffa… þú verður fæn fluffa!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s