Mission Impossible

Sko ég ætlaði bara að labba í gegnum H&M til að komast út úr mollinu, má ég spyrja, hvaða stelpa getur gengið í gegnum þessa verslun án þess að kaupa eitthvað? Ég hefði mátt vita þetta, það er bara ekki hægt, ekki séns. Ég sá kjól í miðri búðinni, ég átti ekki langt eftir að útganginum og virtist því í upphafi ætla að sigrast á hinu ómögulega, en nei. Þetta var kjóll sem ég mátaði í H&M í Orlando en var ekki til í minni stærð, en voilá, þarna var hann og wips! hann var minn. Kostaði innan við 3000 kr., tekur því varla að segja frá því 😉 Nú ætla ég að taka smá blund og sökkva tönnunum í heftið mitt um þvingunaraðgerðir- styttist óðum í prófið mitt heima á Íslandi. Þetta eru svo intense dagar að það er RUGL, ég hef ekki náð meira en 6 tíma svefni á nóttu síðan ég kom hingað, og fyrir mig ungabarnið, er það erfitt. En þetta er eitthvað sem ég þarf að venjast. Á morgun förum við af hótelinu og flytjum í íbúð vinar vinkonu minnar í Christianshavn, það verður lovely vonandi. Mér líður pínu eins og ég sé ein í heiminum, þannig að þið megið vera dugleg að skilja eftir nokkur orð 😉

Hugsa svei mér þá að ég fara í hann strax á morgun 🙂

Sjáumst!
Advertisements

10 thoughts on “Mission Impossible

 1. Þú ert yndi og klárlega framakona á uppleið, eftir nokkur ár eigum við vinkonur þínar pottþétt eftir að MONTA okkur

  ” Já elskan mín auðvitað þekki ég Ástríði Jóns, við erum BESTU vinkonur”

  Þannig að nú er að spíta í lófana og Njóta veðurblíðunar á meðan þú nördast við að lesa undir þetta bölvaða Próf svo að við getum monntað okkur með STÆL yfir æðislegu vinkonu okkar henni Ástríði Jóns;)

  Knús á þig dúllan mín:*

  Kv Steinunn Sigmunds (“hver er það eiginlega”)

 2. Æjjjj Steinunn, þú ert alveg einstök ;*
  Og “hver er Steinunn Sigmunds?” Það er yndisleg, falleg vinkona mín, hávær,klár, hreinskilin og ógeðslega fyndin og hrikalega góð mamma hennar Natalíu litlu!

  Hlakka til að hitta þig heima í maí elskan mín ;***

 3. Anonymous says:

  ég ELSKA að lesa bloggin þín.
  Þegar ég les þá finnst mér þú vera að njóta lífsins (vona að það sé rétt),,,þótt það sé erfitt með 6 tíma svefn en verður þess virði.
  Knús í hús og ég vona svo innilega að þú sért í fríi 23.júlí.
  Gangi þér vel eskan.
  þín Kristín Brynja

 4. Takk elsku Kristín mín ;* Jááááááá ég ætla að vona að ég komist heim fyrir AÐALdaginn!
  Ég reyni eins og ég get að njóta lífsins 😉
  Sakna þín, knús!

 5. MAMMA says:

  Alltaf jafn gaman að lesa frá þér þetta blogg :O)
  Farðu nú vel með þig elsku hjartað mitt. Tölum betur saman. Knús og kossar á þig :O)

 6. hróðný says:

  já sammála…æðislegt blogg hjá þér elsku vinkona. þú ert svo fæææn og aldrei gleyma því.

  og iss, svefn er ofmetinn;)

  lovjú, h.

 7. Anonymous says:

  svo ótrúlega gaman að lesa bloggið hjá þér Ástríður! duglega þú að læra fyrir sakó 🙂 kveðja úr snjónum á íslandi – jóhanna sveina

 8. Tengdamamma says:

  Æ krúttið mitt! Þú átt greinilega inni member card á hið virðulega HogM safn eins og sumir! Sökunum þess að hafa þig ekki hjá okkur á morgun. Hafðu það rosa gott krúttið mitt og njóttu lífsins! Ætla að vera í mjög sumarlegum kjól á morgun í fermingunni en mun væntanlega vera í klofstígvélum þar sem það kyngir niður snjó! Love you tengdó!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s