Good Friday

Ég man að mér þótti þessi dagur mjög viðburðalítill og hálf leiðinlegur þegar ég var yngri, maður var að farast úr spenningi eftir páskaegginu/eggjunum og þessi dagur leið svo hægt! Allar búðir voru lokaðar og nánast ekkert hægt að gera, það var allt svo hljótt og rólegt, sérstaklega þar sem ég bjó á elsku Patró…Það er pínu fyndið að hugsa til þess að þegar maður var lítill þá hataði maður þennan dauða tíma, ég vildi alltaf vera á ferð og flugi, besta dæmið er t.d. þegar við komum keyrandi vestur eftir helgi í bænum eða eftir að hafa verið í útlöndum þá vildu mamma og pabbi alltaf leggja sig í smá stund, skiljanlega – mér fannst þetta svo ömurlega LEIÐINLEGT! Núna eru síðdegisleggjur mitt helsta áhugamál.

En dagurinn í dag fer í lærdóm og svo er matarboð hjá ömmu hans Svenna, það verður einhver veislan eins og vanalega 🙂 Ég er að reyna að læra fyrir próf sem er 6. maí þar sem ég er að fara út á námskeið hjá PrimeraAir á mánudag og kem heim seint kvöldið þann 5. maí til að taka þetta próf hér heima daginn eftir, þannig að ég nýti páskana í lærdóm og svo verð ég að reyna að nýta kvöldin eins og ég get þarna úti til að læra. Hafið það sem allra best yfir páskana.

Hvað finnst ykkur um þennan hatt sem ég keypti í H&M úti? Í large N.B. Mér finnst hattar mjög flottir og mér finnst aðrir mjög flottir með hatta, en alltaf pínu óörugg þegar kemur að mér… Ég er alltaf jafn forundrandi á stærð haussins míns, ég liti eflaust út eins og megamind ef ég rakaði hárið af! Nánast allir hattar of litlir á mig!!

8 thoughts on “Good Friday

 1. Mér finnst hattar einmitt mega svalir og mátaði þó- nokkra í köben fyrir stuttu, en engin passaði á mig 🙂
  Ég þurfti reyndar að láta sérsauma á mig stúdent húfu á sínum tíma, svo ég er með þér í stóra-hausa-félaginu.

  Þessi fer þér vel

 2. Haha fyndið, ég hefði einmitt þurft að láta sérsauma stúdent húfu, en ég gerði það ekki og blóðflæðið til heilans var af skornum skammti þegar ég náði að troða henni á mig! Það er samt ekki að sjá á þér að þú sért með stóran haus, hehe…
  Luv,
  Ástríður

 3. Anonymous says:

  þú ert að sjálfsögðu töff með þennan hatt… ENNN hvaðan eru stuttbuxurnar?
  kv. Elsa

 4. Elsa says:

  oooggg hvernig stendur á því að það komu ekki einar með þér heim hehe

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s