Föstudagurinn

Byrjaði daginn á að skutla Svenna í golf og keyrði svo sjálf (!) í Woodhouse day spa, mæli með því, og fékk 50 mínútna heilnudd. Ég fékk meira að segja kampavín áður en ég fór í nuddið og sötraði á því í rólegheitum.

Ég var nokkuð tímanlega mætt í nuddið þannig að ég ákvað að kíkja inn í þessa sætu búð áður sem heitir Zou Zou, selur fullt af flottum, ekki fjöldaframleiddum, fötum, skóm, töskum.. Ég keypti mér sjúklega flott brún leðurstígvél á 40 % afslætti, maður er alltaf að græða 😉

Í kvöld fórum við svo í Downtown Disney til að sjá Cirque du Soleil sem var ÆÐI! Borðuðum áður á einhverjum Kúbverskum stað í Disney hverfinu sem var ekki góður. Ég hef aldrei fengið góðan mat í skemmtigörðum, ógeð…

Ástríður og bananafóturinn!

Fyrsta myndin af okkur saman, Svenni þorir ekki að biðja neinn um að taka mynd af okkur, heldur að viðkomandi hlaupi burt með myndavélina, haha…

Jæja eins gott að sofna ekki of seint svo ég geti verið mætt í mollið fyrir opnun og freista þess að ná að kaupa iPad 2 !!! Meiri geðveikin þetta dæmi….

8 thoughts on “Föstudagurinn

 1. Unnur Tara says:

  Ekki gleyma svo að setja inn einhverjar matarmyndir í dag 🙂 Ég ELSKA að skoða þessar myndir 🙂

 2. Maríanna says:

  Það er aldeilis skemmtigarður sem þið turtildúfurnar hafið fundið!!
  Tek undir með Unni Töru, fleiri matarmyndir takk! 😉

 3. Anonymous says:

  vá vá vá æði að fá svona fullt af æðislegum myndum. Þið eruð greinilega að njóta lifsins.
  Hlakka til að sjá mynd þar sem þú setur allt sem þú ert búin að kaupa á rúmið…hehehe er það ekki skylda.
  Sakn
  kv. Kristín Brynja

 4. Kristín ég er svo óþolinmóð að ég er búin að taka flest úr pokum þannig að það er ekkert skemmtilegt að sýna þannig … hehe…

  Sakna þín og hlakka til að hitta þig sem fyrst! ;*

 5. Mamma says:

  Hæhæ bæði tvö flottar myndir og gaman að skoða. Verður gaman að sjá ykkur á morgun og allt sem hefur verið verslað. Ég kemst ekki á facebook Ástríður mín bara svo þú vitir þannig að ekki skilja skilaboð eftir þar. Heyrumst darling

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s