Naturally happy

Myndavélin mín er ónýt, eða já skjárinn; ég sé ekki nema helminginn af myndinni á skjánum. Ég hef því góða ástæðu núna til að kaupa mér nýja myndavél. Mér líst vel á Canon G12 Powershot, ekki eins mikill “hlunkur” og SLR 550 frá Canon, sem fólk hefur verið að mæla með. Ég er ennþá pínu veik, þung í höfðinu og óheyrilegt kvef! Ég hressi mig við með að skoða myndir frá síðasta sumri, það er nú ekki mjög langt í að sumarið komi 🙂 Þetta sumar verður að öllum líkindum mjög skemmtilegt. Ég var orðin eitthvað leið í gær, leiðinlegt að vera svona slöpp og komast ekki í ræktina, mikið að gera í skólanum (oft yfirþyrmandi) og fleira sem gerði mig leiða… En svo heyrði ég setningu sem límdist á heilann á mér, þennan sama dag: 
I’m naturally happy, everything else is just a bonus.
Ég tók þetta til mín, þetta er vel orðað og ég ætla að reyna að temja mér þetta viðhorf.
Spánn, ágúst 2010.

2 thoughts on “Naturally happy

  1. Jaaaaá elsku systir! Ég skal bjóða þér í bakkelsi um leið og ég hef tíma! ;*

    Látt ÞÚ heyra í þér 😉 Ég er ein heima í kvöld!

    Knús

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s