Style.com

Ég er búin að vera aðeins að skoða style.com undanfarið, mikið um að vera þar – New York Fashion week nýbúin og London fashion week stendur yfir. Ég er nú yfirleitt ekki þannig að ég fylgist með einhverjum tískusýningum og hlaupi beint og kaupi, en það er alveg ágætt að skoða og fylgjast með og vita hvað verður mikið í tísku í vor og svo líka í haust. Mér finnst lang skemmtilegast að fara í búðir á haustin og finnst hausttískan mun skemmtilegri en sumar tískan, kannski af því að maður getur aldrei almennilega fylgt sumartískunni hér á Íslandi- það er allavega mjög sjaldan sem maður getur fari í gallastuttbuxum niðrí bæ eða í kjóla án þess að þurfa að skemma þá með einhverjum leggings. Ég er samt komin með lítinn lista yfir það sem ég ætla að eignast fyrir sumarið og það er ljósbleikur/beige blazer, silfur támjóir hælar, hvítur kjóll, silfur hálsmen (nokkurs konar choker, en samt ekkert melluband) og svo væri ekki vitlaust að poppa aðeins upp á litaskalann í fataskápnum, sbr. Jill Sander, Prada og Gucci, ég geng allt of sjaldan í skærum litum.
Mér fannst Chanel samt ekki alveg vera með puttann á púlsinum á þessari mynd- það er eins og maðurinn hafi farið í fataskápinn hjá feitri gamalli frænku sinni og fengið lánaðan þennan jakka. Not cool dude…

Jæja þá er það lærdómurinn og reyna að hrista þetta kvef/flensu úr mér :/

2 thoughts on “Style.com

  1. Arna Þorsteins says:

    HAHAHA!! O BIG nono!.. finnst þessi jakki alls ekki karlmannslegur, algjör frúar jakki! :S

    En já úff.. ég er svo ánægð með fölbleika jakkann minn í augnablikinu, alltaf að sjá Kim Kardashian í sínum 🙂

    Mitt sumaroutfitt verður hvítur jakki sem ég ætla að finna mér, ljósar gallabuxur og í silfurlituðu íþróttaskónum mínum :p

  2. Hahahha, frúarjakki! Nákvæmlega orðið sem mig vantaði!

    Arna getur sumarið bara komið núna? Mig langar að sitja á Austurvelli í sólinni að kjafta og drekka eitthvað ískalt…

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s