Mini make-over

Þyrfti að láta lappa aðeins upp á mig, bara svona rétt svo 😉 Kominn tími á að hressa aðeins upp á litinn á hárinu, henda inn nokkrum ljósum strípum og svo verð ég að komast aðeins í litun og plokkun o.þ.h. – en þetta stendur allt til bóta í næstu og/eða þarnæstu viku, enda ekki seinna vænna þar sem árshátíð Lögréttu verður haldin þann 18. febrúar n.k. Ég verð nú að viðurkenna líka að ég er ekki aaaalveg að fíla í botn andlitskremið frá Dermalogica :-/ Ég bjóst við einhverju kraftaverki þar sem það var þvílíkt búið að dásama vöruna, en ekki alveg að virka fyrir mig. Hreinsivörurnar eru mjög góðar, en ég þyrfti að fá nýtt krem og mig langar ógissslega í krem frá Jan Marini. Verst að það fæst ekki hér og ekki hægt að kaupa online nema í USA, hmmmm…. Æji svo kannski finnst mér ég ekki alveg tipp topp af því að ég hef ekki farið í ræktina síðan á mánudaginn og ekki mikið sofið í síðustu viku en þetta skiptir jú allt heilmiklu máli  😉

En hér er mynd af kjólnum sem mig langar að klikka heim frá Asos, en ég er mjög efins með að panta eitthvað sem ég hef ekki mátað, þannig ég veit ekki…

Ted Baker Tuxedo dress

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s