Baldur Royal Cruise


Ég komst að því í gær á leiðinni vestur að ég er orðin sjóhrædd, ég trítlaði um allt skipið eins og mús í búri í leit að einhverjum góðum stað þar sem ég gæti legið nokkurn vegin lárétt og án þess að heyra sjóinn seytla undir mér. Leitin bar ekki árangur þannig að ég lagðist aftur lengst niður í bátinn og gat séð fyrir mér mjög raunverulega skipinu hvolfa (sérstaklega raunverulegt þar sem maður heyrði greinilega í sjónum seytla undir sér og við hliðina á sér) Þegar við vorum komin inn fyrir eyjarnar á Breiðafirði þá lagaðist þetta og ég gat andað aðeins léttar þannig að ég ákvað að drepa tímann með því að taka nokkrar myndir úr þessu glæsiskipi!

Þetta lítur kannski ekki svo ógeðslega út, en believe you me þetta var hryllingur!

Klósettin alveg hreint öskra “classyness” Við vitum jú öll að ljósblátt og innanbarmableikt eru litir sem fólk velur oft saman

Hér höfum við matsalinn og eins og sést þá úði og grúði hreinlega allt af fólki, ekki hægt að láta sér leiðast, that’s for sure!

Cafeterian er svo í sérflokki enda hægt að fá mest allt þar sem hugurinn girnist – svo lengi sem það er eitthvað djúpsteikt.
Þessi fallegi gluggi var svo á klósettunum, þarna gat maður haldið áfram að horfa á öldurnar berja á skipinu

Afþreyingin var svo ekki af verri endanum, þarna gat ég gleymt mér svo tímum skipti. . .

Já, og hérna er ég. Úfin.

One thought on “Baldur Royal Cruise

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s