Chanel vs. Max Factor

Já ok, þessu verð ég einfaldlega að deila með kynsystrum mínum, annað væru svik! Ég sem sagt keypti fyrr í vetur þetta meik frá Chanel og það kostaði rétt undir 7000 kallinum (!!!) Ég hugsaði með mér að ég væri nú þess virði, mála mig daglega og bla bla bla…nóg um það, nokkrum dögum seinna kemst ég að því að þetta meik væri glatað! Já sko fyrir mig allavega, þrátt fyrir að búðarkonan hefði fullvissað mig um að þetta hentaði mér sko alveg rooooosalega vel… ég skal finna hana í fjöru einn góðan veðurdag. Nú já þetta var sem sagt sagan um Chanel. Ég heyri svo á dögunum mjög góða hluti um þetta meik frá Max Factor (Lasting Performance)  og ég hugsa með mér að ég gæti nú farið og kíkt á þetta, ég hata nú ekki að skoða snyrtivörur, þannig að ég fer í Hagkaup og prófa og þetta meik er kaupi það og þetta meik er brill! En mesta brillið við það er verðið, það sem ég þurfti að punga út fyrir þessu voru heilar 1.800 kr. !! Hvað er langt síðan maður gat keypt meik á 1.800 kr.? Árið 1995? Þó þig vanti ekki meik þá mæli ég með því að þú farir og kaupir þetta – bara til þess að geta sagst hafa keypt meik á 1.800 kr. á því herrans ári 2011. Já og keyptu þér einn maskara  frá þeim líka, þeir eru hrikalega góðir.

One thought on “Chanel vs. Max Factor

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s