Lúxus tómatsúpa

Ég verð bara að setja inn þessa uppskrift af tómatsúpunni sem ég gerði í gær, hún er hrikalega einföld og svo ótrúlega góð, sérstaklega á köldum janúarkvöldum 🙂
Lúxus tómatsúpa
1 laukur
2 msk. olía
3 væn hvítlauksrif
2 msk. tómatmauk
1 dós tómatar
1 lítri vatn
1 1/2 grænmetisteningur
1 tsk picanta
1/2 tsk. svartur pipar
1 tsk basilika
200 gr. fyllt pasta
1 dl. rjómi
100 gr. rjómaostur
50 gr. gráðostur (má sleppa ef þið borðið ekki gráðost, þið finnið samt ekki þetta týpíska gráðostabragð heldur verður bragðið bara aðeins kraftmeira)
Aðferð
Saxið laukinn smátt og steikið hann þar til hann verður mjúkur. Bætið tómatmauki og tómötum saman við ásamt vatni og tilheyrandi kryddi. Látið súpuna sjóða við vægan hita í 15 mín. Bætið þá rjóma, osti og pastanu saman við og sjóðið áfram við vægan hita þar til pastað er soðið og osturinn bráðnaður.
Berið súpuna fram með t.d. hvítlauksbrauði 

Mjög sniðugt að gera tvöfalda uppskrift því súpan verður bara betri þegar maður hitar hana upp aftur!  Ég myndi segja að einföld uppskrift dugi fyrir 3-4 pers. Fer eftir því hversu miklir mathákar eru í fjölskyldunni 🙂

Jæja nú ætla ég að fara að gera eitthvað úr þessum degi, ætla að reyna að klára að þrífa og prófa að baka nýja gulrótartertu sem ég hafði ekki tíma til að gera í gær (maður er svo upptekinn við að gera ekki neitt, haha!) Svo er það annað hvort spilakvöld með vinkonunum eða kósýkvöld með systrum mínum í kvöld

Eigið góðan dag elsku lesendur. 

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s