Gamlárs

Jæja þá er ég búin að fara í ræktina og búin að gera áramótafínt hér heima hjá okkur. Restin af deginum, þ.e. þar til kl. 18.00 fer í rólegheit 🙂

Í gær bakaði ég sítrónumuffins sem voru himnesk! Svo fersk og góð, ég bakaði líka daim marengstertu í fyrsta skipti á ævi minni og mér TÓKST ÞAÐ!!! Ég náði að baka tvo marengsbotna án þess að brjóta þá! Ég var sko komin með plan B og það var að búa til svona eftirrétt þar sem maður mylur niður marengsbotna með kókosbollum og ávöxtum en nei nei ég gat staðið við plan A!!! :))) Þetta var í fyrsta skiptið sem ég baka svona marengs og ég er bara nokk sátt 😉 Þessi terta verður borin fram í kvöld eftir matinn með miklu stolti skal ég segja ykkur, hún er í frystinum núna (verður pínu eins og daim ís) og ég kíki reglulega á hana, bara til að dáðst að henni, normal? haha… En já ég elska að baka og elska meira að bjóða fólki upp á baksturinn 🙂 En hér er uppskriftin að sítrónumuffinsinu
Deig:
120 gr. smjör (mjúkt)
100 gr. sykur
2 stór egg
2 1/2 dl. jógúrt hrein
Börkur af einni sítrónu
1 tsk vanilludropar
280 gr. hveiti
1/2 tsk. salt
1 1/4 tsk lyftiduft
1/4 tsk. matarsódi
2 msk. birkifræ

Aðferð- Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjör og sykur saman, bætið eggjum útí einu í einu og hrærið vel saman. Hrærið jógúrt, sítrónubörk og vanilludropa saman við. Blandið hveiti, salti, lyftidufti, matarsóda og birkifræjum saman og blandið varlega út í deigið. Penslið múffuform með olíu og skiptið deiginu jafnt í forminn (ég notaði álform til að fá stærri muffins). Bakið í 18-20 mín.

Krem
Í uppskriftinni stendur að það eigi að nota flórsykur og sítrónusafa til að búa til kremið ofan á en ég vildi hafa aðeins meira fluffy og bjó því til krem úr philadelfiu smjörosti 200 gr., skvettu af sítrónusafa, 7 dl. flórsykur og svo litaði ég aðeins kremið með gulum lit, ætla að setja minna næst og það þarf alls ekkert að lita kremið. Svo skreytti ég með smá sítrónubitum 🙂 Enjoy!

Rauðir jólalegir túlipanar

Með þessum myndum þakka ég ykkur fyrir árið sem er að líða og óska ykkur gleðilegs nýs árs.

Knús Ástríður

2 thoughts on “Gamlárs

  1. Anonymous says:

    Þú ert bara dugleg þú hlýtur að éta eitthvað sem gefur þér þessa orku :O)
    LOVJA mamma
    p.s. gaman að sjá ykkur áðan og Dimma er farin að sætta sig við mig í gallanum :O)

  2. hróðný says:

    ómægod hvað mig langar í þessar múffur OG daim-kökuna þína!!!

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s