Yndislegur dagur =)

Við sem sagt byrjuðum á því að fara til Þingvalla, keyrðum Mosfellsdalinn og ég lét mig dreyma um að byggja þarna hús einn góðan veðurdag, hafa nokkra hesta í girðingunni, risa garð fyrir Dimmu og öll börnin sem við ætlum að eignast. Komum á Þingvelli og gengum góðan hring með Dimmu í frekar miklum kulda, vorum pínu eins og við værum ein í heiminum, varla neitt fólk þarna… Við ákváðum eftir þetta að keyra til Selfoss(s)??! og fara þar í sund, sátum í heita pottinum og ég hlustaði á krúttlegan gamlan mann tala um heiðarleika og tvær konur að tala um einhverja ljóðabók, yndisleg afslöppun 🙂 Að því loknu fórum við á Kaffi Krús og fengum okkur að borða og vá hvað þetta er frábært kaffhús/veitingastaður! Frábær þjónusta, gott verð og ótrúlega kósý stemmning, er þjónustulipurðin að hverfa úr Reykvíkingunum? En þangað fer ég sko aftur næst þegar ég á leið um Selfoss. Núna er ég búin að planta mér í sófan og ætla mér ekki að gera mikið meira það sem eftir lifir kvölds.
Það var KALT

Dima lét kuldabola ekki bíta sig 🙂

3 thoughts on “Yndislegur dagur =)

 1. Anonymous says:

  Djö…er ég ánægð með ykkur! Að njóta landsbyggðarinnar það er lífið 😉
  Flottar myndir, skilaðu kveðju til Svenna og Dimmu.

  Kv.Hadda

 2. MAMMA says:

  Skemmtilegur dagur sér maður, við fórum einmitt þarna á þetta kaffihús á Selfossi þegar að við stelpurnar komum úr Landsbanka bústaðnum sl. vor og vorum einmitt að segja hvað það væri nice. Knús á þig darling

 3. oh hvað þetta hljómar of kósý.
  ég sakna þess að taka sunnudagsbíltúra og fara svo í sund. það er eitt af því sem ég ætla að gera regluglega þegar ég flyt aftur heim! 🙂

Viltu segja eitthvað?

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s